Tenglar

11. ágúst 2013 | vefstjori@reykholar.is

Saltvinnslan fær vottun um vistvæna framleiðslu

Ágúst Már, Rannveig og Bjarni Þór við suðutankinn (kallaður grái kafbáturinn).
Ágúst Már, Rannveig og Bjarni Þór við suðutankinn (kallaður grái kafbáturinn).
1 af 4

Norður & Co. ehf. að Hafnarslóð 1 á Reykhólum (saltvinnslan nýja við höfnina) fékk í dag staðfestingu frá Vottunarstofunni Túni þess efnis, að fyrirtækið hafi uppfyllt kröfur um eftirlit, aðferðir og framleiðslu samkvæmt reglum um náttúruafurðir og aðföng til vistvænnar framleiðslu. Rannveig Guðleifsdóttir hjá Túni kom vestur til að afhenda staðfestinguna, sem Ágúst Már Gröndal framleiðslustjóri Norður & Co. og Bjarni Þór Bjarnason saltgerðarmaður veittu viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins.

 

Myndir nr. 1-3 voru teknar við þetta tækifæri.

 

Þar með eru fyrirtækin á Reykhólum sem hlotið hafa slíka vottun orðin tvö, en Þörungaverksmiðjan hf. fékk hana þegar árið 1999.

 

Á heimasíðu Túns segir: 

  • Tún er faggild eftirlits- og vottunarstofa fyrir lífræna og sjálfbæra framleiðslu. Markmið Túns er að veita gæðaþjónustu til framleiðenda í landbúnaði, sjávarútvegi og vinnslu náttúrulegra afurða.
  • Tún er þróunarfélag í þágu almannahagsmuna og vinnur að nýsköpun matvælaframleiðslu og náttúrunytja í samræmi við alþjóðlega staðla um tillitsemi við lífríki og náttúru. Siðfræði sjálfbærrar þróunar og heilbrigðis allrar lífkeðjunnar eru megin leiðarljós í þjónustu Túns.

 

Heimasíða Vottunarstofunnar Túns

 

Tenglar á fréttir af saltverksmiðjunni á Reykhólavefnum:

16.06.2013 Saltvinnslan nýja á Reykhólum: Verið að leggja stéttina

 04.06.2013 Vatnsnýtingarsamningur milli verksmiðjanna í Karlsey

 29.05.2013 Fleira en salt framleitt í saltvinnslunni á Reykhólum

 25.03.2013 Búið að steypa plötuna

 04.02.2013 Byggingu saltvinnslunnar við Reykhólahöfn miðar vel

 23.01.2013 Stefnt að því að húsið verði fokhelt í næsta mánuði

 18.12.2012 Íslenska saltfélagið á Reykhólum í fréttum Stöðvar 2

 04.12.2012 Bygging saltvinnslu á Reykhólum hafin

   

Athugasemdir

Dóróthea Sigvaldadóttir, mnudagur 12 gst kl: 22:24

til hamingju með þetta stóra verkefni

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31