Tenglar

21. ágúst 2015 |

Sama flugvél á sama stað 1955 og 2008

Morgunblaðið 26. febrúar 1955.
Morgunblaðið 26. febrúar 1955.
1 af 2

Hugsanlega er gamla myndin sem hér fylgir fyrsta fréttaljósmyndin af flugvél á Reykhólum. Hún birtist í Morgunblaðinu 26. febrúar 1955 eða fyrir sextíu árum. Vélin var (og er) af gerðinni Cessna 180, árgerð 1953, og bar (og ber) einkennisstafina TF HIS. Svo vill til, að meira en hálfri öld seinna, þann 17. júlí 2008, tók umsjónarmaður þessa vefjar mynd af þessari sömu vél á sama stað á flugbrautarendanum á Reykhólum (mynd nr. 2). Hér má lesa um það.

 

Fyrsta sjúkraflug Björns Pálssonar var til Reykhóla

 

Öll þjóðin þekkti Björn Pálsson flugmann, sem stundaði sjúkraflug um land allt í fjölmörg ár, mjög oft við hinar erfiðustu aðstæður, og allt til æviloka. Svo vill til, að fyrsta sjúkraflugið hans var einmitt vestur á Reykhóla 6. desember 1949 á flugvél af gerðinni SAI KZ III sem hann átti. Björn fórst í flugslysi uppi á hálendi Íslands árið 1973, hálfsjötugur að aldri.

 

Myndin af Birni Pálssyni og TF HIS á Reykhólum er ein þriggja í heilsíðugrein í Morgunblaðinu, þar sem Haraldur Teitsson blaðamaður segir frá flugferð með Birni vestur á Reykhóla. Frásögnina má lesa hér.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30