Tenglar

27. apríl 2018 | Sveinn Ragnarsson

Samantekt af íbúafundi

Margar góðar hugmyndir komu fram á íbúafundinum 25. apríl sl.

Hér eru tekin saman þau atriði sem fengu mest fylgi, raðað eftir málaflokkum en fyrir neðan eru hugmyndir sem fengu minna fylgi, en eru samt allrar athygli verðar.

Það er mjög gaman að fara í gegnum svona fjölbreyttan lista, og það kemur vel í ljós þarna að við viljum hafa huggulegt í kringum okkur og huga að umhverfinu.

Við viljum halda utan um fólkið okkar, unga sem eldra, við viljum muna að maður er manns gaman, við viljum bæta samgöngur og þjónustu, og þar með auka öryggi fólksins, og við viljum taka vel á móti þeim sem koma að heimsækja okkur.

 

Umhverfis-, náttúruverndar- og atvinnumál:          

Skilti fyrir ferðamenn og auglýsingar um staðinn og sveitarfélagið ********

Setja upp skilti um bann við lausagöngu hunda á varpsvæðum fugla ********

Gera göngustíg út Reykjanes m/prílum yfir girðingar undir fjallinu og fuglaskilti ********

Útskot þar sem ferðamenn stoppa til að taka myndir. Þar þyrfti bekki og ruslatunnu ********

Endurnýtum heita vatnið ******

Kort /app af stöðum þar sem hægt er að komast á klósett *****

Salerni fyrir ferðamenn, -færanlega kamra *****

Merkja gönguleiðir ****

Ruslatunnur á göngusvæði og umsjónarmann sem hirðir rusl ****

Efla og fegra endurvinnslusvæðið ***

Plastpokalausir Vestfirðir framfylgt á Reykhólum ***

Skjólbelti og hlýlegra umhverfi í þorpinu ***

 

Mennta- og menningarmál:

Framhaldsskóladeild möguleiki á framhaldsnámi í Reykhólasveit, skoða dreifi- og fjarnám og hvaða skólar og möguleikar gefast (sveitarfélag skaffi húsnæði og fjarfundarbúnað) ***********

Hollur matur í mötuneyti ********

Endurhanna leikskólalóð í samráði við starfsfólk ********

Fleiri viðburði fyrir fullorðna, t.d. spurningakeppni, félagsvist, pubquiz ********

Hlunnindasýning verði atburðahús sveitarfélagsins ******

Upplýsingar um störf sérfræðinga á svæðinu t.d. iðjuþjálfa, þroskaþjálfa, tómstundafulltrúa ******

Styðja áfram við tónlistarskólann ****

Sameina leikskóla og skóla í starfi ekki einungis á blaði *****

Heilsueflandi samfélag ****

Samfelldur dagur skólabarnsins. Börn fái aðgang að tómstunda og íþróttaæfingum innan skólaaksturs ****

Eiga kostgangarar heima innan veggja skólans? Er verið að opna skólann fyrir hverjum sem er? ***

Tómstundastarf fyrir börn á leikskólaldri ***

Styðja starfsfólk menntastofnana til fagmenntunar ***

Finna stað fyrir félagsmiðstöð ungmenna **

 

Skipulags-, húsnæðis- og hafnarmál:

Bundið slitlag á allar götur á Reykhólum og víðar *******

Stofna byggingarfélag: *******

- leiguíbúðir

- Möguleiki á kaupleigu

- vantar minni íbúðir

Félagsmiðstöð ******

Gangstéttar og göngustígar ******

Tækjasalur *****

Ívilnun, hvati fyrir fólk til að byggja og gera það eftirsóknarvert. Sveitarfélagið liðki til fyrir fólki *****

Byggja eldriborgara-íbúðir við Barmó - þjónustuíbúðir ****

Fá skilti við endann á garðinum yfir Gilsfjörð til að sýna leiðir í sveitinni og skipuleggja VELKOMIN Á VESTFIRÐI við áningarstað á Króksfjarðarnesi **

Geymslustaður fyrir almenning - lokað af til að geyma tímabundið bíla ofl. **

Smábátahöfn Flatey **

 

Reykhóladagar:

Endurvekja náttúrugöngu með leiðsögn(áður var súpa í lok hennar) ********

Heimalningahlaup á sparkvellinum ****

Bjóða nágrannasveitarfélögunum heim og hafa vinabæjaratriði ****

Gera meira úr mörkuðum og sölubásum, skottsala í Kvennó ***

Reykhólavision, „Reykhólar got talent", sprellsöngvakeppni ***

Bjóða allt öðrum sveitarfélögum, t.d. Kópaskeri **

Samtvinna bátadaga þannig að bátar væru til sýnis og nota á hátíðinni **

Bruna- og almannavarnir:         

Hraðskreiðari pallbíl *********

Námskeið og æfingar f slökkvilið *******

 

Dreifbýlismál:

Staðarhöfn -samgöngur við eyjar *****

Meiri flokkun á dreifbýlissorpi *****

Slitlag á allt Reykjanesið og hringveg ****

Gengi upp að hafa ruslabíl?***

Klára ljósleiðaraverkefnið sem fyrst***

Þriggja fasa rafmagn eða „rafhrúta" á bæi þar sem vantar **

Rafbílahleðslustöðina upp **

Skoða með fjárleitir og réttir. Getur sveitarfélagið komið meira að þar sem jarðir hafa lagst í eyði? E.t.v. hafa samráð við sauðfjárræktarfélagið og ráða góða smala í verkið sem verktaka **

 

Aðrar hugmyndir:

Hér eru hugmyndir sem komu fram en fengu ekki jafnmikið fylgi. Margar athygliverðar hugmyndir samt:

Fá félag (nokkur dæmi) til að sauma/prjóna/þæfa margnota innkaupapoka *

Betra aðgengi að tækjasal með auglýstum opnunartíma og staðsetningu *

Styðja við alls kyns tónleikahald *

Þétta byggðina, Breyting á deiliskipulagi liggur fyrir*

Taka tillit til aðstæðna v. leiguíbúða í skólanum þegar skólinn er í útleigu*

Koma upp nytjagám*

Hvanngarðabrekka áframhald á uppbyggingu grillstæðis*

Hvað með höfnina á Stað? Flatey?*

Muna eftir Gufudal með ljósleiðara, rafmagn og veg *

Slitlag á afleggjara upp að bæjum *

Stofna styrktarsjóð í umhverfisverkefni

Gera ferðasamninga við starfsfólk sem kemur gangandi/hjólandi í vinnuna

Skilgreina náttúruverndarsvæði innan sveitarfélagsins og stöndum vörð um það

Hveraeldun

Náttúrustofa Reykhóla fyrir þróun, verndun

Vottað eldhús fyrir fólk með hugmyndir og efla beint frá býli

Efla og rifja upp sorpflokkun

Hafa umhverfisdag

Skilti m/fuglum hér

Virkja fólk í ruslplokki

Meira sundlaugarfjör

Listasmiðja fyrir fullorðna

Endurvekja skógræktarfélagið

Fá samstarf nágrannasveita við leiklistarfélag

Náttúrudagur

Skólaskjól milli 3 og 4

Efla almennt söng- og kórastarf

Viðhald á núverandi íbúðum. Er betra að selja einhverjar?

Gera við flotbryggjuna, rampinn á Reykhólum

Vatnsmál, t.d. á Króksfjarðarnesi

Almenningsstrætó í hreppinn, - betra skipulag en var reynt síðast

Hótel Bjarkarlundur, ýta undir til að fá fólk til að reka hann

Varnarlínur vegna sauðfjárveikivarna, efla Gilsfjarðarlínu en leggja hinar niður og taka burt

Meindýraeyðing refir/minkar, í góðum málum?

Athuga með förgun hræja og skoða lausnir í Dölum og Skagafirði

Lengd skólaaksturs og tímaáætlanir við bæi

Bruna- og almannavarnir             

Endurnýjun slökkvibíls

 

Reykhóladagar, fleiri hugmyndir:

Búningamessa (þjóðbúningar eða grímubúningar) *

Leikhópurinn Lotta eða önnur leikfélög *

Styrkir frá fyrirtækjum og samtökum fyrir ákv. atburðum, eins og leikhópnum Lottu *

Barnaball; hljómsveitin sem er ráðin ætti að halda barnaball líka*

Sameiginlegt grill þar sem fólk kemur með eigið á grillið, hoppukastalar á staðnum og slíkt *

Gera meira fyrir unglingana ekki gleyma 16-18 ára

Stytta hátíðina um einn dag

Blómagreiningakeppni

Sleppa peningaverðlaunum í kassabílakeppni

Über (ferðir) frá Reykhólum á atburði út í sveit

Skipuleggja smá-tíma milli liða

Sleppa litaþema í skreytingum en skreyta að vild

 

 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31