Tenglar

29. apríl 2015 |

Samantekt um samráðsfund – óskað eftir viðbrögðum

Komin er hér á vefinn samantekt um samráðsfund sveitarstjórnarfólks í Dalabyggð, Reykhólahreppi og Strandabyggð, sem haldinn var 31. mars. Yfirskrift hennar er Að búa í haginn - Samstarf til sóknar. Samantektin verður rædd á næsta reglulegum fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps. Áður en að því kemur er þess farið á leit að fólk kynni sér samantektina og komi áliti sínu á henni og skoðunum sínum varðandi þessi mál á framfæri við sveitarstjóra eða sveitarstjórn svo að hafa megi til hliðsjónar. Þetta má gera með hverjum þeim hætti sem hver vill, þar á meðal í athugasemdakerfinu hér fyrir neðan.

 

Eins og hér kom fram hélt Ráðgjafarstofan Alta utan um fundinn og vann samantektina. Þar er m.a. yfirlit um helstu viðfangsefni sem sveitarfélögin þrjú telja æskilegt að skoða nánar með frekara samstarf eða mögulega sameiningu þeirra í huga. Jafnframt er birt SVÓT-greining (styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri) varðandi svæðið sem þessi sveitarfélög spanna. Loks er fjallað um það hver næstu skref í þessu máli gætu verið. Auk þessa er ýmislegt ítarefni í plagginu.

 

Samantektina má sækja hér (pdf) og jafnframt í kassa (reit) í dálkinum hægra megin á síðunni.

     

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30