Tenglar

18. ágúst 2011 |

Sameiginleg sölusíða allra ferðaþjóna á Vestfjörðum?

Sigurður Atlason, form. Ferðamálasamtakanna.
Sigurður Atlason, form. Ferðamálasamtakanna.

Ferðamálasamtök Vestfjarða ætla að selja 45% af hlut sínum í ferðaskrifstofunni Vesturferðum. Samtökin keyptu í vor 70% hlut í Vesturferðum af Hótel Ísafirði og Flugfélagi Íslands. „Með kaupunum vildum við treysta undirstöður vestfirskrar ferðaþjónustu en það var alltaf stefnan að selja hluta af eigninni aftur,“ segir Sigurður Atlason á Hólmavík, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða. „Ætlunin með sölunni og hlutafjáraukningunni er að fá ferðaþjónustufyrirtæki á Vestfjörðum og alla þá sem áhuga hafa á vestfirskum ferðamálum til að kaupa hlut í fyrirtækinu.“

 

Ferðamálasamtökin telja að samræma þurfi aðgerðir í ferðamálum á Vestfjörðum og tryggja öfluga gátt með skilvirka bókunarþjónustu, sem skilar arði til að fjármagna markaðssetningu svæðisins í heild.

 

„Við viljum þjappa þeim saman sem koma að ferðaþjónustu á kjálkanum, þannig að vestfirskir aðilar sem eru að huga að sínu og vilja koma vörum sínum á framfæri komi að verkefninu. Með þessu verður til einn stór markaður þar sem auðvelt verður að nálgast það sem er í boði er í ferðaþjónustu á Vestfjörðum,“ segir Sigurður, en hagsmunir fyrirtækja í ferðaþjónustu verða hafðir að leiðarljósi við reksturinn.

 

Ferðamálasamtökin reikna með sterkri tengingu við Markaðsstofu Vestfjarða. Verið er að skoða hvort vefsíða Markaðsstofunnar geti orðið að gagnvirkri sölusíðu allrar ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Heimasíðan yrði þá fyrsta landshlutasíðan á Íslandi sem væri ekki aðeins kynningarsíða heldur einnig sölusíða. „Engin endanleg ákvörðun hefur þó verið tekin í þessu máli,“ segir Sigurður Atlason.

 

Þetta kemur fram á fréttavefnum bb.is á Ísafirði.

 

Heimasíða Vesturferða

Ferðamálasamtök Vestfjarða - sjá hér m.a. um hlutabréfakaup í Vesturferðum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31