12. október 2012 |
Sameiginlegur menningar- og ferðamálafulltrúi?
Á fundi sínum í gær tók hreppsnefnd Reykhólahrepps jákvætt í hugmynd um sameiginlegan menningar- og ferðamálafulltrúa fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og sveitarfélögin þrjú á Ströndum (Strandabyggð, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp). Hugmynd þessi er sett fram í bréfi Sveins Ragnarssonar á Svarfhóli í Reykhólahreppi og Höllu Steinólfsdóttur í Ytri-Fagradal í Dalabyggð til forsvarsmanna sveitarfélaganna fimm.
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur líka tekið jákvætt í hugmyndina og vill að efnt verði til fundar forsvarsmanna sveitarfélaganna um málið. Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur samþykkt að skoða málið og ræða það við fulltrúa hinna sveitarfélaganna.
Sjá nánar:
► Erindi Sveins og Höllu þar sem hugmyndin er reifuð