Tenglar

18. maí 2011 |

Sameining sveitarfélaga vegin og metin

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur óskað eftir því að starfshópur um eflingu sveitarstjórnarstigsins skoði sérstaklega kosti og galla sameiningar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar ásamt því að skoða aðra sameiningarmöguleika innan Vesturlands. Með tilkomu vegarins um Arnkötludal (Þröskulda) hefur „landslagið“ breyst á þessu svæði og möguleikar á samstarfi stóraukist. Nú þegar hafa sveitarfélög á Ströndum og Reykhólahreppur stofnað sameiginlega félagsþjónustu auk þess sem Reykhólahreppur er að skoða aðkomu að Sorpsamlagi Strandasýslu.

 

Sveitarstjórnarfólk úr Dalabyggð heimsótti sveitarstjórn Strandabyggðar á dögunum og fyrir nokkru var sveitarstjórnarfólki bæði úr Strandabyggð og Reykhólahreppi boðið til kvöldverðar í Leifsbúð í Búðardal. Þar kynnti Sveinn Pálsson sveitarstjóri Dalabyggðar starfsemi sveitarfélagsins og Halla Sigríður Steinólfsdóttir kynnti sögu og enduruppbyggingu Leifsbúðar, sem hefur tekist vel.

 

Þá var farið óformlega yfir samstarfsmöguleika sveitarfélaganna þriggja og rætt hvaða sameiginlegir hagsmunir eru í húfi. Framkvæmdastjórum sveitarfélaganna var falið að fylgja umræðunni eftir og skoða samstarfsfleti.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31