13. september 2012 |
Sameiningardagur Reykhólaskóla
Það var gleði og gaman á viðburðinum Nám og gleði sem foreldrar og starfsfólk áttu saman í Reykhólaskóla í gærkvöldi. Kennararnir voru með bása og kynntu vetrarstarfið og Áslaug B. Guttormsdóttir flutti stuttan fyrirlestur sem nefndist Góðir skólaforeldrar. Á morgun, föstudag, verður síðan Sameiningardagur skólans, þar sem öllum er boðið að koma og taka þátt í skemmtilegum viðburði kl. 11.30.
Þessa vikuna er jafnframt foreldravika í Reykhólaskóla þar sem foreldrar eru sérstaklega hvattir til að koma í heimsókn í skólann.