Tenglar

14. september 2010 |

Sameiningarmál: Farið verði að vilja íbúanna

Ögmundur Jónasson tekur við lyklavöldunum af Kristjáni L. Möller. Mynd mbl.is/Ómar.
Ögmundur Jónasson tekur við lyklavöldunum af Kristjáni L. Möller. Mynd mbl.is/Ómar.
Óvissa ríkir um framkvæmd átaks sem unnið er að um sameiningu sveitarfélaga eftir að Ögmundur Jónasson, nýr ráðherra sveitarstjórnarmála, sagði á fundum sveitarstjórnarmanna um helgina að hann væri ekki talsmaður þess að þvinga fram sameiningu. Fara skyldi að vilja íbúanna. Samstarfsnefnd á vegum ráðuneytis sveitarstjórnarmála og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur í heilt ár unnið að undirbúningi tillagna um nýtt stórátak í sameiningu sveitarfélaga. Leitað hefur verið eftir hugmyndum heimamanna og ýmsar tillögur settar á flot. Kristján L. Möller hugðist fylgja málinu eftir með tillögu til Alþingis um áætlun um fækkun sveitarfélaga fram til næstu kosninga.

 

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31