Tenglar

3. desember 2016 | Umsjón

Samfélagsstyrkir Orkubús Vestfjarða

Frá síðustu afhendingu styrkja OV.
Frá síðustu afhendingu styrkja OV.

Orkubú Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki 2016, en þeim verður núna úthlutað fimmta árið í röð. Orkubúið vill með styrkjunum sýna stuðning í verki við þá aðila og félög sem sinna ýmsum samfélagsmálum á Vestfjörðum. Þar getur verið um að ræða ýmiskonar starfsemi eða félagasamtök, svo sem björgunarsveitir, íþrótta- og æskulýðsstarf, menningarstarfsemi og listir, eða einhver önnur áhugaverð verkefni sem skipta máli fyrir vestfirskt samfélag.

 

Þetta kemur fram hér á vef Orkubús Vestfjarða. Þar er minnt á, að leitast verður við að styrkja verkefni vítt og breitt um Vestfirði.

 

Miðað er við að einstakar styrkveitingar geti verið á bilinu frá fimmtíu þúsund krónum og upp í hálfa milljón.

 

Umsóknarfrestur er til og með 16. desember.

 

Umsóknum skal skilað rafrænt með því að fylla út þetta rafræna eyðublað.

 

Samfélagsstyrkir Orkubúsins hafa á undanförnum árum runnið til ýmissa ólíkra verkefna í Reykhólahreppi, sjá t.d. hér um síðustu úthlutun.

 

Heimasíða Orkubús Vestfjarða

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30