Tenglar

14. mars 2020 | Sveinn Ragnarsson

Samfélagsstyrkir Orkubúsins

Rafræn afhending styrkja í ár !

Af ástæðum sem ekki þarf að rekja frekar, þá verða styrkþegar ekki kallaðir saman í ár til að taka við samfélagsstyrkjum Orkubús Vestfjarða.


Styrkirnir verða afhentir „rafrænt“, en styrkþegar munu fá sendar viðurkenningar sínar í pósti.

 

Umsóknir voru að þessu sinni 51 að tölu, en 43 verkefni hljóta styrk. 

Heildarfjárhæð úthlutaðra styrkja er 4.000.000 króna.

 

Verkefni í Reykhólahreppi hlutu nokkra styrki, en það voru;

Björgunarsveitin Heimamenn, -til kaupa á búnaði                kr. 100.000.-

 

Félagsmiðstöðin Skrefið, -Forvarnarhelgi félagsmiðstöðva    kr.   75.000.-

 

Tómstundafulltrúi Reykhólahrepps, -Heilsuvika á Reykhólum kr.   50.000.-

 

Ennfremur fékk Skíðafélag Strandamanna kr. 125.000.- til endurnýjunar á snjótroðara, en skíðafólk í Reykhólasveit æfir og keppir með SFS.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30