Tenglar

18. apríl 2009 |

Samið um kjaraskerðingu hjá bændum

Landbúnaðarráðherra hefur samið við Bændasamtök Íslands um hvernig niðurskurði á greiðslum til bænda verður háttað. Stuðningur við bændur minnkar um 800 milljónir samkvæmt fjárlögum 2009. Í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti segir, að vegna efnahaghrunsins verði bændur að færa umtalsverða fórn í tvö til þrjú ár. Í staðinn verði samningarnir framlengdir um tvö ár, að mestu á óbreyttum forsendum, þegar ætla megi að ástandið hafi batnað. Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra segir í tilkynningu, að með samkomulaginu sé stigið mikilvægt skref í átt að þjóðarsátt um nauðsynlegar aðgerðir til að takast á við erfiða tíma.

 

Samkomulagið er undirritað með fyrirvara um nauðsynlegar lagabreytingar Alþingis og samþykki í atkvæðagreiðslu meðal bænda.

 

Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30