Tenglar

22. apríl 2009 |

Samið um vegarkafla við vesturmörk Reykhólahrepps

Vestfjarðavegur í Vatnsfirði.
Vestfjarðavegur í Vatnsfirði.

Vegagerðin hefur gengið til samninga við Ingileif Jónsson ehf. um endurgerð tæplega 16 kílómetra kafla á Vestfjarðavegi frá Þverá í Kjálkafirði að slitlagsenda við Þingmannaá í Vatnsfirði. Fyrirtækið átti næstlægsta tilboð í verkið en 19 tilboð bárust. Tilboðið nam 385 milljónum króna en það eru tveir þriðju af kostnaðaráætlun sem var 580 milljónir króna. Verkinu skal lokið að fullu í lok nóvember 2010 eða eftir liðlega hálft annað ár.

 

Sami verktaki annast lagningu nýja vegarins um Arnkötludal milli Geiradals í Reykhólahreppi og Steingrímsfjarðar skammt frá Hólmavík.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2025 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30