22. apríl 2009 |
Samið um vegarkafla við vesturmörk Reykhólahrepps
Vegagerðin hefur gengið til samninga við Ingileif Jónsson ehf. um endurgerð tæplega 16 kílómetra kafla á Vestfjarðavegi frá Þverá í Kjálkafirði að slitlagsenda við Þingmannaá í Vatnsfirði. Fyrirtækið átti næstlægsta tilboð í verkið en 19 tilboð bárust. Tilboðið nam 385 milljónum króna en það eru tveir þriðju af kostnaðaráætlun sem var 580 milljónir króna. Verkinu skal lokið að fullu í lok nóvember 2010 eða eftir liðlega hálft annað ár.
Sami verktaki annast lagningu nýja vegarins um Arnkötludal milli Geiradals í Reykhólahreppi og Steingrímsfjarðar skammt frá Hólmavík.