Tenglar

21. febrúar 2011 |

Samið við KNH um veg um Skálanes

Frá undirskrift verksamnings.
Frá undirskrift verksamnings.
Samið hefur við verktakafyrirtækið KNH á Ísafirði um nýlögn og endurlögn á 2,6 km löngum kafla Vestfjarðavegar í Gufudalssveit í Reykhólahreppi, frá Kraká að slitlagsenda á vestanverðu Skálanesi. KNH átti lægsta tilboðið í vegarkaflann en sextán fyrirtæki buðu í verkið. KNH ehf. bauð tæplega 116 milljónir króna en áætlaður kostnaður var ríflega 170 milljónir króna. Samkvæmt útboðslýsingu skal verkinu að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember en þó er heimilt að fresta útlögn efra lags klæðingar til 15. júlí 2012.

 

Í útboðslýsingu kemur fram, að Vegagerðin muni merkja fornleifar innan 100 m frá vegi og gera verktaka grein fyrir hvað beri að varast. Lögð er áhersla á að ekki verði hróflað við vegghleðslum og hlaðinni rétt, sem er á milli eystri heimreiðarinnar og nýja vegarins.

 

Vegurinn verður með 7,8 m breiðu bundnu slitlagi. Ekki er heimilt að loka núverandi vegum og skal verktaki kappkosta að umferðin geti gengið greiðlega án umtalsverðra tafa og vegir séu í viðunandi ástandi, alltaf færir fólksbílum og hægt að aka á skiltuðum hraða.

 

Byggt á bb.is

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31