Tenglar

14. mars 2011 |

Samkeppni um nafn á nýja flutningaskipið

Flutningaskipið nýja og enn ónefnda sem Þörungaverksmiðjan á Reykhólum fær innan tíðar. Smellið til að stækka.
Flutningaskipið nýja og enn ónefnda sem Þörungaverksmiðjan á Reykhólum fær innan tíðar. Smellið til að stækka.
Nú líður að því að Þörungaverksmiðjan hf. á Reykhólum fái nýja flutningaskipið sem mun leysa Karlseyna af hólmi eftir mjög langa og dygga þjónustu. Reiknað er með að nýja skipið geti tvöfaldað öflunargetu verksmiðjunnar. Slippurinn á Akureyri er að ljúka breytingum á skipinu og verður það afhent eftir reynslusiglingar í lok þessa mánaðar. Atli Georg Árnason framkvæmdastjóri hefur efnt til samkeppni um nafn á nýja skipið og falið hana í hendur nemendum Reykhólaskóla.

 

Frestur sem nemendurnir fá til að skila inn tillögum stendur fram á föstudag. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þann nemanda sem leggur til nafnið sem verður valið.

 

Dómnefnd skipa:

          Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

          Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri

          Þorgeir Samúelsson framleiðslustjóri

          Örn Snævar Sveinsson skipstjóri

          Atli Georg Árnason framkvæmdastjóri

 

Sjá einnig:

02.03.2011  Þörungaverksmiðjan annar ekki eftirspurn

27.02.2011  Þörungaverksmiðjan er „framúrskarandi fyrirtæki“

Vefur Þörungaverksmiðjunnar hf. á Reykhólum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30