22. nóvember 2015 |
Samkomulag um rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar
Fyrirtæki sem nytja þang og þara í Breiðafirði eða hafa slíkt í hyggju, meðal þeirra Þörungaverksmiðjan á Reykhólum, hafa ákveðið að vinna saman að rannsóknum á magni og afrakstursgetu þessara náttúrugæða í firðinum. Jafnframt er ætlunin að rannsaka áhrif nýtingar á lífríki fjarðarins. Hafrannsóknastofnun mun stjórna verkefninu en fyrirtækin leggja til fjármuni, mannafla og báta. Úthlutun leyfa og annað sem auðlindina varðar er síðan í höndum sjávarútvegsráðuneytisins.
Þetta kemur fram á vefnum Snæfellingar.is - meira hér.
Sjá einnig:
22. okt. 2015 Er ekki kominn tími til að ræða þetta eitthvað?
3. okt. 2015 Óttast ofnýtingu þörunga í Breiðafirði