Tenglar

27. nóvember 2008 |

Samningur um Breiðafjarðarferjuna framlengdur?

Til skoðunar er að framlengja samning ríkisins um Breiðafjarðarferjuna Baldur vegna fyrirsjáanlegra tafa á framkvæmdum við Vestfjarðaveg í Gufudalssveit og Vatnsfirði. Fyrir nokkru féll dómur þar sem felldur var úr gildi hluti úrskurðar umhverfisráðherra um vegagerð í Gufudalssveit. Þess vegna liggur ekki fyrir hvar endanlegt vegastæði verður og á meðan er ekki hægt að bjóða verkið út eða hefja framkvæmdir. Líka er óljóst um áformaða vegagerð í Vatnsfirði.

 

Niðurgreiðslur ríkisins til Sæferða í Stykkishólmi vegna ferða Baldurs yfir Breiðafjörð hafa þegar verið skertar. Byrjað var að lækka niðurgreiðslurnar á síðasta ári og þær voru síðan lækkaðar aftur í ár og af þeim sökum fækkuðu Sæferðir ferðum Baldurs í sumar. Í lok næsta árs áttu niðurgreiðslur ríkisins að falla alveg niður, að því undanskildu að greiða átti með ferðum í Flatey út árið 2010.

 

Forsendur fyrir því að leggja af niðurgreiðslur vegna ferjuflutninganna voru þær, að á umræddu tímabili átti að ljúka umfangsmiklum vegabótum við innanverðan Breiðafjörð. Rökin voru þau, að þegar svæðið væri komið í tryggt vegasamband væri ekki þörf á að halda uppi ferjuflutningum á vegum ríkisins. Nú hafa forsendur breyst þar sem ljóst er að vegagerð um Gufudalssveit og í Vatnsfirði tefst.

 

Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31