15. janúar 2013 | vefstjori@reykholar.is
Samráð við Flateyinga um brunavarnaáætlun
Brunavarnaáætlun Reykhólahrepps verður endurskoðuð á þessu ári. Í ljósi þess hafa Framfarafélag Flateyjar og Vatnsveita Flateyjar farið þess á leit að verða höfð í samráði við það verk. Hreppsnefnd samþykkti á síðasta fundi sínum að vísa erindinu til brunamála- og almannavarnanefndar sveitarfélagsins.