19. mars 2021 | Sveinn Ragnarsson
Samráðsfundur um samgöngumál
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Vestfjarðastofa bjóða til rafræns samráðsfundar um stöðu samgöngumála mánudaginn 22. mars kl. 10:00 – 12:00.
Á fundinum verður fjallað um samgöngumál á Vestfjörðum, helstu áskoranir og tækifæri og valkosti til framfara. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með erindum og umræðum í minni hópum.
Dagskrá fundarins má finna hér.
Fundurinn er öllum opinn en gestir eru beðnir um að skrá þátttöku á skráningarsíðu fundarins.
Allir sem skrá sig fá hlekk á veffundinn.
Fundurinn er hluti af fundaröð um allt land í tilefni af undirbúningi grænbókar um stöðu samgöngumála.
Sjá nánar á vef um grænbók um samgöngumál. Stjórnarráðið | Grænbók um samgöngumál (stjornarradid.is)