13. desember 2012 |
Samráðsfundur vegna Sóknaráætlunar Vestfjarða
Fyrsti fundur samráðshóps vegna Sóknaráætlunar Vestfjarða verður haldinn á mánudag kl. 11-16 í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði. Fundurinn verður opinn öllum hagsmunaaðilum. Þess vegna vill Fjórðungssamband Vestfirðinga vekja athygli á fundinum og óska eftir því að áhugasamir skrái þátttöku sína í síma 450 3000 eða með tölvupósti í netfangið skrifstofa@fjordungssamband.is.
Á fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps í gær var Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Geiradal skipaður í samráðshópinn fyrir hönd hreppsins.