Tenglar

11. mars 2022 | Sveinn Ragnarsson

Samræmd móttaka flóttafólks

mynd, ruv.is
mynd, ruv.is

 Á fundi sveitarstjórnar í gær, 10. mars, var tekið fyrir erindi frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti um samræmda móttöku flóttafólks frá Úkraínu.

 

Málefni flóttafólks hafa verið áberandi í umræðunni síðustu daga og vikur, hafa sveitarfélög lýst yfir áhuga á að taka á móti flóttafólki, bæði í fjölmiðlum og samtölum við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið.  

 

Afgreiðsla sveitarstjórnar var svohljóðandi:

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vill leggja sitt af mörkum og hvetur félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga að bregðast við brýnni þörf.“

Allir eru hvattir til að íhuga hvað þeir mögulega gætu lagt af mörkum og er skráning húsnæðis einn liður í því. Hlekkur á síðu Fjölmenningaseturs þar sem hægt er að skrá húsnæði er hér.

 

Gert er ráð fyrir að fjöldi fólks muni koma hingað í leit að skjóli vegna stríðsátaka.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur verið að þróa samræmda móttöku flóttafólks í samstarfi við 5 sveitarfélög. Að verkefninu koma einnig Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur, auk þess sem ráðuneytið er með samning við Rauða krossinn um félagslegan stuðning.

Nú þegar hefur fjöldi aðila boðið fram húsnæði um land allt.

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31