Tenglar

23. maí 2018 | Sveinn Ragnarsson

Samstöðufundur við Gilsfjarðarbrú

Táknrænn staður, við aðal vegtenginguna við Vestfirði
Táknrænn staður, við aðal vegtenginguna við Vestfirði
1 af 7

Samstöðufundur var haldinn við Gilsfjarðarbrú, þar sem vegurinn yfir Gilsfjörð tekur land á Króksfjarðarnesi, á annan dag hvítasunnu. Þessi fundur var eins konar árétting á borgarafundi sem haldinn var á Ísafirði 24. sept. s.l. 

 

Fundinum stjórnaði Sigmundur F. Þórðarson frá Þingeyri. Til máls tóku sr. Magnús Erlingsson á Ísafirði og Guðrún Anna Finnbogadóttir á Patreksfirði, ræðu hennar má sjá hér. Mikill samhljómur var í þeirra máli, enda markmið fundarins að fylgja eftir málum sem Vestfirðingar hafa barist fyrir árum og áratugum saman.

 

Í lok fundar voru lagðar fram kröfur samhljóða þeim sem samþykktar voru á borgarafundinum á Ísafirði, sem hljóða svo:

 

„Að ráðist verði strax í vegagerð í Gufudalssveit samkvæmt leið um Teigsskóg, vegna brýnna hagsmuna sveitarfélaganna, atvinnulífsins og íbúa. Raforkumál á Vestfjörðum verði færð í nútímabúning með hringtengingu Vestfjarða um Ísafjarðardjúp, þannig að atvinnutækifærum fjölgi á Vestfjörðum. Einnig að Laxeldi verði áfram heimilað í Ísafjarðardjúpi og í því ljósi setji stjórnvöld fram, fyrir árslok, ákvæði um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að verja laxveiðiár í Ísafjarðardjúpi gegn hugsanlegri hættu á erfðablöndun.“

 

Voru þær samþykktar einróma.

 

Að fundi loknum gæddu fundargestir sér á kaffi og vöfflum hjá Össu í Króksfjarðarnesi.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31