Tenglar

5. mars 2016 |

Samtakamátturinn virkjaður

Andrea Kristín Jónsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar.
Andrea Kristín Jónsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar.

Krafan um að fækka sveitarfélögum hefur verið hávær. Í dag eru sveitarfélögin 74, höfuðborgarsvæðið telur ríflega 210 þúsund íbúa meðan íbúar fámennustu sveitarfélaganna teljast undir 50. Það eru ekki til nein opinber viðmið um hver lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélagi ætti að vera, en ef tekið er mið af hversu fjölmenn svæði þurfa að vera til að bera uppi þjónustu við fatlað fólk, þá er talan 8000. Íbúar á Vestfjörðum öllum eru um 7000.

 

Ég sé ekki í fljótu bragði hvernig sameining sveitarfélaga fjölgi íbúunum á svæðum og líklegra þykir mér að íbúunum myndi fækka í kjölfar sameininga. Mögulega myndi einn byggðarkjarni í sameinuðum sveitarfélögum eflast eitthvað, en aðrir kjarnar og jaðarsveitir veikjast. Auðvitað sparast margt við að fækka í stjórnsýslunni, en sá sparnaður fjölgar ekki íbúum.

 

Þetta segir Andrea Kristín Jónsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar í grein sem birt er hér á vefnum undir fyrirsögninni Samtakamátturinn virkjaður, sameiginlegt svæðisskipulag Strandabyggðar, Reykhólahrepps og Dalabyggðar. Þar segir einnig meðal annars:

 

Sveitarfélögin Strandabyggð, Reykhólahreppur og Dalabyggð hafa tekið höndum saman og vinna nú að gerð svæðisskipulags með aðstoð ráðgjafafyrirtækisins Alta.

 

Töluverður samgangur hefur verið á milli þessara þriggja sveitarfélaga í gegnum tíðina og snertifletirnir margir. Á blómaskeiði sveitaballanna var fátt sem stoppaði fólkið í að fara á milli sveita, þrátt fyrir að Þröskulda nyti ekki við. Enn eru hinar ýmsu skemmtanir, eins og sviðaveislur, félagsvist og leiksýningar, svo eitthvað sé nefnt. Allt eru þetta skemmtanir sem sóttar eru á milli sveitarfélaganna. Fjölskyldur tengjast. Samstarf hefur verið um ýmsa þætti milli allra þriggja sveitarfélaganna eða tveggja og möguleikar á frekara samstarfi eru oft og mikið ræddir.

 

Auðvitað hefur sameining þessara þriggja sveitarfélaga verið nefnd, já og meira en það, því að við síðustu sveitarstjórnarkosningar gerðu bæði Reykhólahreppur og Dalabyggð könnun meðal íbúa sinna um vilja þeirra til að sameinast, ýmist hvort öðru eða með Strandabyggð. Út úr báðum þessum könnunum kom fram vilji til að sameina þessi þrjú sveitarfélög. Skemmst er frá því að segja að forsvarsmenn sveitarfélaganna fóru að þreifa fyrir sér í þessa átt, en fljótlega varð áherslan meiri á þá þætti þar sem hægt væri að vinna saman fremur en að horfa í beinar sameiningar.

 

Verkefnið sem sveitarfélögin þrjú eru að takast á hendur undir verkstjórn Alta er mjög áhugavert og byggir á því að virkja samtakamáttinn. Í verkefnislýsingu eru tilgangur og markmið verkefnisins skilgreind, en þar segir, að „með svæðisskipulagsgerðinni vilja sveitarfélögin þrjú móta og festa í sessi sameiginlega framtíðarsýn á þróun svæðisins í þeim tilgangi að styrkja atvinnulíf og byggð“.

 

Og lokaorðin eru þessi:

 

Við búum yfir kröftum og við viljum nýta þá til uppbyggingar og sóknar og þetta sameiginlega verkefni okkar lýtur að því. Við ætlum ekki einungis að sækja fram hvert og eitt, heldur ætlum við að sækja fram sem skipulögð heild sem veit hvað hún hefur upp á að bjóða, nýta styrkinn í samtakamættinum.

 

Grein Andreu má lesa hér í heild og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Sjá einnig:

Samtakamáttur þriggja sveitarfélaga virkjaður

Fyrsta fundargerð sameiginlegrar svæðisskipulagsnefndar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31