Tenglar

2. febrúar 2017 | Umsjón

Samtakamátturinn virkjaður - svæðisskipulag

Sveitarfélögin Dalabyggð, Reykhólahreppur og Strandabyggð hafa sl. ár unnið saman að svæðisskipulagi. Nú liggur fyrir skýrsla þar sem gerð er grein fyrir forsendum á skipulagssvæðinu með tilliti til umhverfis og samfélags. Á grunni þeirra forsendna eru settar fram tillögur að viðfangsefnum, áherslum, framtíðarsýn og svæðismarki og því síðan lýst hvernig staðið verður að frekari stefnumótun og umhverfismati stefnunnar.

 

Skýrslan er til kynningar á skrifstofum og vefsíðum sveitarfélaganna og á vefnum www.samtakamattur.is. Leitað er eftir ábendingum um efni hennar og þær má senda og stíla þannig:

 

Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, b.t. formanns - Ingibjargar Emilsdóttur, skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík.

 

Einnig má senda ábendingar með tölvupósti til ingaemils@strandabyggd.is (með afriti á matthildur@alta.is).

 

Óskað er eftir að þær berist fyrir 24. febrúar 2017.

 

- Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar.

 

Svæðisskipulagsáætlun fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð

Greiningarskýrsla  til kynningar og umsagnar (pdf - 6,77 MB)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30