Tenglar

26. september 2015 |

Samþjöppun í mjólkurframleiðslu!

Dæmi eru um mikla samþjöppun í mjólkurframleiðslu og í raun eru orðin til verksmiðjubú, t.d. í Flatey á Mýrum þar sem einkahlutafélagið Selbakki í eigu útgerðarfélagsins Skinneyjar-Þinganess á Höfn er að reisa stærsta fjós landsins með rými fyrir 300 kýr. Ætlunin er að tvöfalda mjólkurframleiðsluna úr 1 millj. lítra í 2 millj. lítra á ári. Ég spyr: Er eðlilegt að útgerðarrisar og fjárfestar komi með mikið fjármagn inn í mjólkurframleiðsluna og fái síðan beingreiðslur til jafns við aðra? Er réttlætanlegt að ríkisstuðningur renni til eins stærsta útgerðarfélags landsins? Varla getur það fallið undir eitt af markmiðum búvörusamningsins.

 

Þetta segir Lilja Rafney Magnúsdóttir alþm. í NV-kjördæmi í grein sem hún sendi vefnum til birtingar undir fyrirsögninni hér fyrir ofan. Einnig segir hún meðal annars:

 

Það er líka mikilvægt að horfa sé til þess að halda landinu í byggð og hvað geti gerst ef svo mikil og óheft samþjöppun verður í mjólkuriðnaði að búum fækkar kannski úr ca. 700 í 200. Það yrði gífurleg búsetubreyting hér um allt land og það hefði gífurlega miklar samfélagslegar afleiðingar. Við höfum horft upp á hvernig kvótakerfið í sjávarútvegi hefur farið með byggðirnar. Ætlum við að horfa upp á að það sama gerist í sveitum landsins án þess að bregðast við meðan tími er til?

 

Hér má lesa grein Lilju Rafneyjar í heild og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31