Tenglar

27. október 2016 | Umsjón

Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykhólahreppi

Fram kom á fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar Reykhólahrepps í gær, að birt hefur verið í Stjórnartíðindum samþykkt um meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu. Þar segir m.a. (4. grein): „Íbúar, stofnanir og fyrirtæki skulu leitast við að minnka magn úrgangs eftir föngum. Úrgang sem fellur til skal flokka þannig að unnt sé að endurnýta og endurnota sem mest og lágmarka magn úrgangs sem fer til urðunar. Óheimilt er að skilja eftir eða geyma rusl, garðaúrgang og sorp á víðavangi, götum, gangstígum eða fjörum í sveitarfélaginu. Sama á við um númerslausa bíla, vélar og önnur tæki.“

 

Enn fremur segir í samþykktinni (5. og 6. grein):

  • Eigendur íbúða og sumarhúsa skulu sjálf sjá um að koma heimilisúrgangi frá sér í gáma eða ker sem sveitarfélagið tekur á leigu og sér um að losa eftir þörfum.
  • Í sorpgáma og sorptunnur má aðeins setja venjulegan heimilisúrgang.
  • Óheimilt er að setja í gámana, kerin eða tunnurnar mold, grjót, byggingarúrgang, garðagróður, gróðurleifar o.þ.h., glóð eða heita ösku. Þess konar úrgang skal koma með á afmarkað svæði í þar til gerða gáma eða á viðurkenndan móttökustað samkvæmt nánari fyrirmælum sveitarstjórnar og heilbrigðisnefndar. Spilliefnum skal skila á viðurkenndan móttökustað.
  • Sérhverjum húsráðanda er skylt að nota þær aðferðir sem sveitarstjórn ákveður.
  • Gámar sem almenningur hefur aðgang að skulu staðsettir á aðgengilegum stöðum.

 

Líka þetta (9. og 10. grein):

  • Hafi húsráðandi fram að færa kvörtun vegna sorphirðu skal hann koma slíkri kvörtun á framfæri til heilbrigðiseftirlits eða sveitarstjóra. [...]
  • Með brot á samþykkt þessari skal farið samkvæmt ákvæðum VIII. kafla laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, og 68. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs.

 

Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykhólahreppi (pdf)

 

Fundargerðir sveitarstjórna og undirnefnda hennar er að finna í reitnum Fundargerðir neðst til vinstri á síðunni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31