Tenglar

10. ágúst 2011 |

Samtök ungra bænda gagnrýna Þórólf Matthíasson

Mynd: Fróðleikskista Sauðfjárseturs.
Mynd: Fróðleikskista Sauðfjárseturs.

„Samtök ungra bænda skora á rektor Háskóla Íslands að beita sér fyrir faglegum vinnubrögðum og málefnalegum málflutningi starfsfólks háskólans í almennri fjölmiðlaumræðu hér á landi“, segir í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi Samtaka ungra bænda. Þar segir enn fremur: „Á undanförnum misserum hefur Þórólfur Matthíasson deildarforseti hagfræðideildar HÍ farið mikinn í fjölmiðlum í tengslum við sauðfjárrækt sem atvinnugrein í heild sinni. Í skrifum og orðræðu deildarforsetans hefur hann farið rangt með staðreyndir og verður þekking hans á málefninu að teljast fullkomlega yfirborðskennd.“

 

„Lýsa Samtök ungra bænda jafnframt undrun sinni á því að hagfræðiprófessorinn skuli ekki hafa aflað sér betri upplýsinga um fyrirkomulag sauðfjárframleiðslu á Íslandi áður en hann tók að fjalla um atvinnugreinina á vettvangi fjölmiðla.

 

Háskóli Íslands er virt mennta- og fræðastofnun sem nýtur trausts í samfélaginu og ber mikla samfélagslega ábyrgð sem slík. Því er eðlileg krafa hins almenna skattgreiðanda að þeir sem gegna ábyrgðarstöðum við stofnunina láti fagmennsku ávallt vera í fyrirrúmi í umfjöllun sinni um málefni á opinberum vettvangi og setji hvorki fram tilhæfulausar staðhæfingar né heldur blandi pólitískum skoðunum sínum á óskyldum málefnum inn í umræðuna.“

 

Vefur Samtaka ungra bænda

Fróðleikskista Sauðfjárseturs á Ströndum

 

Athugasemdir

Guðjón D. Gunnarsson, mivikudagur 10 gst kl: 10:24

Orð í tíma töluð. Því miður eru margir viðmælendur fjölmiðla titlaðir lektorar, aðjúntar og fleira í þeim dúr, sem hafa hvorki þekkingju eða vilja til að tala af viti um þau mál, sem rætt er um. Yfirleitt er landsbyggðin nídd niður.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31