Tenglar

1. mars 2015 |

Sátt við hverja?

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.

Þegar byrjað er að ræða um kvótakerfið svokallaða lokast oftar en ekki eyru þeirra sem ekki hafa beina hagsmuni af sjávarútvegi og mörgum þykir málið flókið og illskiljanlegt. Erfitt reynist að keppa við þá miklu áróðursmaskínu sem samtök í sjávarútvegi setja jafnan í gang þegar þeim þykir sínum hagsmunum ógnað og gleymist seint sú herferð og heimsendaspá sem lýst var yfir af LÍÚ á síðasta kjörtímabili þegar reynt var að bylta kvótakerfinu.

 

Dóttir mín ráðlagði mér að nálgast umræðuna um sjávarútvegsmál á sem auðskiljanlegastan hátt, svo að ungt fólk gerði sér betur grein fyrir því út á hvað það gengi að breyta kvótakerfinu. Meginatriðin eru að tryggja atvinnurétt og afnot komandi kynslóða af sjávarauðlindinni með sjálfbærum hætti og að arðurinn skili sér til þjóðarinnar.

 

Þetta segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti Vinstri grænna í NV-kjördæmi, meðal annars í grein undir fyrirsögninni hér fyrir ofan, sem hún sendi vefnum til birtingar. Lokaorðin eru þessi:

 

Ég treysti ekki núverandi ríkisstjórn fyrir ásættanlegum breytingum á fiskveiðistjórnarkerfinu. Ég geri mér líka fulla grein fyrir því, að ef nást eiga fram breytingar á núverandi kerfi verða allir að slá eitthvað af sínum ýtrustu kröfum, annars festist núverandi kerfi bara enn frekar í sessi.

 

Sáttin á ekki bara að ná til hagsmunaaðila í sjávarútvegi heldur líka til fólksins í landinu með tryggara atvinnuöryggi og í eflingu byggða ásamt rétti komandi kynslóða til atvinnufrelsis og að skýrt eignaréttarákvæði á sjávarauðlindinni verði sett í stjórnarskrá.

 

Grein Lilju Rafneyjar í heild má lesa hér og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin á síðunni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29