Tenglar

4. desember 2014 | vefstjori@reykholar.is

Sáttin rofin!

Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti Vinstri grænna í NV-kjördæmi.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti Vinstri grænna í NV-kjördæmi.

Hvernig ætlum við að skila landinu til næstu kynslóðar? Ætlum við að vera búin að ráðstafa stærstum hluta auðlinda okkar varanlega óafturkræft svo að komandi kynslóðir hafi ekkert val? Hvað með umhverfisvæna orkugjafa til þess að nýta á skipa- og bílaflota landsmanna? Hvað með þá staðreynd, að nær allir ferðamenn sem koma til landsins koma vegna náttúru þess? Hvað með samfélagsleg áhrif vegna umdeildra virkjanaframkvæmda og nýtingar orkunnar? Hvað með hugmyndir um sæstreng til Evrópu og hærra orkuverð til landsmanna í kjölfarið? Hvað með hugmyndir um raflínur yfir Sprengisand sem spilla ósnortnu hálendi landsins!

 

Allt eru þetta spurningar sem við sem samfélag þurfum að komast að niðurstöðu um og fara eftir þeim leikreglum sem við höfum sett okkur og ástunda fagleg vinnubrögð. Síðasta útspil formanns atvinnuveganefndar er ekki spor í átt til sáttar né faglegra vinnubragða. Því miður.

 

Þannig hljóðar niðurlag greinar sem Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi og fyrsti varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis, sendi vefnum til birtingar undir fyrirsögninni hér fyrir ofan.

 

Grein Lilju Rafneyjar í heild má lesa hér og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31