Tenglar

20. maí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Sauðburður í meira en þúsund ár

Ragnheiður Stefánsdóttir, Aníta Hanna Kristjánsdóttir og glaðlegt lamb.
Ragnheiður Stefánsdóttir, Aníta Hanna Kristjánsdóttir og glaðlegt lamb.
1 af 6

Sauðburðurinn er árstími þar sem bændur og þeirra börn og aðrir sem að honum koma verða eiginlega óskiljanlegar manneskjur fólki sem hefur ekki komið að búskap. Þetta er mjög erfiður en jafnframt mjög skemmtilegur tími, litlu lömbin bræða hjörtu krakkanna, líf og fjör í fjárhúsunum. Vorið hefur verið gott í Reykhólahreppi ef miðað er við vorið í fyrra. Gróðurinn tekur vel við sér dag frá degi, græni liturinn á túnum er sterkari á hverjum morgni en hann var daginn áður og féð keppist að komast í nýgræðinginn.

 

Myndirnar sem hér fylgja eru úr fjárhúsunum á Stað í Reykhólasveit. Stúlkurnar á fyrstu mynd eru nafngreindar í myndartexta. Hinar eru einfaldlega frá stemmningunni sem ríkt hefur á Íslandi á þessum árstíma alveg síðan fólk og fénaður nam land fyrir meira en þúsund árum.

 

Ef myndavélar hefðu verið handbærar, þá hefði mátt taka akkúrat þessar myndir á hverju vori allan þann tíma, að breyttu breytanda. „Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár, og þúsund ár dagur, ei meir,“ sagði þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson, sem ólst upp við sauðburð í Skógum við Þorskafjörð í Reykhólasveit. Eða gildir þjóðsöngurinn ekki líka varðandi sauðburðinn?

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31