Tenglar

24. mars 2010 |

Sauðburður óvænt hafinn í Trékyllisvík

Mæðgur og mæðgin í Trékyllisvík.
Mæðgur og mæðgin í Trékyllisvík.
Þegar Gunnar Dalkvist Guðjónsson frá Mýrartungu í Reykhólasveit, bóndi í Bæ í Trékyllisvík, kom í fjárhúsin í morgun til gjafa var ein ærin borin. Ærin sem er fimm vetra og heitir Vanda var borin stóru hvítu hrútlambi. Hún virðist hafa komist í hrút rétt áður en þeir voru teknir inn í haust. Ekki er annað vitað en þetta sé fyrsta lambið sem fæðst hefur í Árneshreppi áður en hefðbundinn sauðburður hefst í maí.

 

Frá þessu er greint á fréttavefnum litlihjalli.is sem Jón G. Guðjónsson í Litlu-Ávík í Árneshreppi heldur úti og þar eru fleiri myndir.

 

Á myndinni sem hér fylgir eru ærin Vanda og Pálína Hjaltadóttir í Bæ með dótturina Magneu Fönn Gunnarsdóttur en Aníta Mjöll skoðar lambið.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31