Tenglar

22. mars 2012 |

Sauðfé prýðir bolla leirgerðarkvenna

Bollastell og fleira.
Bollastell og fleira.
1 af 2

Kvenfélagið Katla í Reykhólahreppi gekkst fyrir leirnámskeiði núna í febrúar og mars, þar sem nemendur hönnuðu og mótuðu sín eigin bollastell og raunar fleira þeim tengt, svo sem „glasamottur“ úr leir. Kenndar voru grunnaðferðir í handmótun og unnið með form og mynsturgerð, meðferð oxíðefna og glerunga. Námskeiðið var haldið í Reykhólaskóla og tókst í alla staði mjög vel. Kennari var Guðbjörg Björnsdóttir í Dalabyggð.

 

Á myndunum getur að líta sýnishorn af handaverkum nemendanna. Réttilega má ráða af skreytingunum að talsvert er um sauðfjárbúskap í Reykhólahreppi - suma bollana prýða ær og hrútar. Spurning hvort til verði litlir lambabollar ef þeim er klingt saman.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30