Tenglar

17. nóvember 2009 |

Sauðfjárbændur mótmæla niðurskurði til refaveiða

Landssamtök sauðfjárbænda mótmæla því harðlega að ríkið hætti að niðurgreiða refaveiðar. Gangi það eftir sé hætta á því að sveitarfélög muni ekki lengur standa fyrir skipulögðum refaveiðum. Það hafi í för með sér verulega fjölgun á ref, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir lífríkið í landinu. Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir ákvörðun umhverfisráðherra alveg taktlausa.

 

„Í mörg ár hefur Búnaðarþing ályktað um refa- og minkaveiðar, þar sem lögð hefur verið áhersla á að ríkið auki það fjármagn sem farið hefur til niðurgreiðslu veiðanna. Áhersla hefur verið lögð á það af hálfu bænda að halda þurfi refastofninum í skefjum vegna þess skaða sem hann veldur á lífríki landsins. Það er með ólíkindum að nú sé tekin ákvörðun um spara það litla fjármagn sem farið hefur í veiðarnar. Skynsamlegra hefði verið að auka þetta fjármagn, sem skilar í raun auknum tekjum í ríkissjóð í gegnum virðisaukaskatt.“

 

Þetta kemur fram á vef Landssamtaka sauðfjárbænda.

 

Sjá einnig:

Sveitarstjórn Reykhólahrepps mótmælir ákvörðun varðandi refaveiðar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31