Tenglar

26. október 2011 |

Segir að menn verði að læra að lifa með tófunni

Ljósm. Melrakkasetur.is.
Ljósm. Melrakkasetur.is.

Íslenski refastofninn hefur margfaldast á fáum áratugum. Refum hér á landi hefur fjölgað úr tæplega tvö þúsund á áttunda áratug síðustu aldar í átta til tíu þúsund, segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, líffræðingur og forstöðumaður Melrakkaseturs í Súðavík. Hún segir að landsmenn verði að læra að lifa með tófunni. „Refurinn er eiginlega það náttúrlegasta sem til er hér á landi. Hann er afsprengi ísaldar og var hér löngu áður en menn komu til landsins. Öll dýr sem hingað hafa komið síðan hafa aðlagast lífi með ref í fleiri þúsund ár, nema kannski maðurinn,“ sagði Ester Rut í Morgunútvarpi Rásar 2.

 

„Refarannsóknir hafa ekki staðið yfir lengi. Refurinn hefur verið veiddur hér frá því maðurinn kom hingað til lands fyrir 1100 árum. Dýrið hefur verið veitt í gegnum aldirnar af ýmsum ástæðum, ýmist vegna þess að feldurinn er dýrmætur eða til að koma í veg fyrir að hann valdi tjóni,“ sagði Ester Rut.

 

„Rannsóknir hófust ekki fyrr en Páll Hersteinsson vann doktorsverkefni sitt á Ströndum á níunda áratug síðustu aldar. Þær rannsóknir fólust að mestu í krufningu á veiddum dýrum. Þetta var samstarfsverkefni veiðimanna og vísindamanns. Refastofninn hefur farið stækkandi samfellt allt frá byrjun rannsóknanna.“

 

Athugasemdir

Halldór Halldórsson, mivikudagur 26 oktber kl: 10:20

Friðun tófu á ákveðnum landssvæðum leiðir til þess að hún flæðir yfir allt, með þeim afleiðingum að þar sem áður var blómlegt fuglalíf er nú þögnin ein. Bændur í Reykhólasveit segja mér að refahjón sem komu upp 10 yrðlingum niður undir sjó hafi eyðilagt um 70% af varpi grágæsar á stóru varpsvæði.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31