Tenglar

6. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is

Segir afstöðuna til arnarins vera að eldast af þjóðinni

Reglubundin vöktun íslenska arnarstofnsins leiddi í ljós að orpið var í 47 hreiður í vor. Um 70 pör eru í stofninum en það einkennir hann að hlutfall geldpara er hátt og ár hvert kemur ekki nema um þriðjungur íslenskra arnarpara upp unga. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur og sviðsstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir fjölgunina í stofninum hæga en henni miði í rétta átt. Stærð stofnsins hafi meira en þrefaldast á síðustu fimmtíu árum.

 

Þetta kemur fram í ítarlegri fréttaskýringu í Morgunblaðinu í gær.

 

Varpsvæði arnarins nær frá Faxaflóa og vestur á firði en 70% stofnsins verpa á og við Breiðafjörð. Þó að sést hafi til arnarins víðar á landinu segir Kristinn hann hegða sér þannig að hann þétti frekar varpið en dreifi sér. Vegna þess, og þess hve hægt hann fjölgar sér, sé nokkuð í að stofninn nái fyrri styrk. Sennilega hafa orpið hér hátt í 200 pör fram á 19. öld og þá víðs vegar um landið. Kristinn segir náttúruleg varpskilyrði arnarins á Íslandi erfið og þá sé ágengni manna, viljandi og óviljandi, enn að skemma fyrir.

 

„Það hefur dregið mikið úr þessu en það eru ákveðin svæði þar sem eru jafnvel ákveðin pör sem hafa aldrei komið upp ungum eða hafa hætt að verpa á stöðum sem þau hafa venjulega orpið vegna þessa. Það verður bara að segjast eins og er að það eru ákveðin svæði þar sem ernirnir njóta ekki þeirrar friðhelgi sem þeim ber lögum samkvæmt. En þetta er samt, getum við sagt, að eldast af þjóðinni, þessi afstaða til arnarins,“ segir Kristinn Haukur, en helst sé það á Breiðafirði sem fuglinn fái ekki að vera í friði.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31