Tenglar

12. september 2011 |

Segir ákvörðun ráðherrans kalda vatnsgusu

Pétur Bjarnason.
Pétur Bjarnason.

„Ég viðurkenni að ég gladdist mjög þegar Ögmundur Jónasson tilkynnti, eftir ferð sína vestur í sumar, að nú myndi hann beita sér fyrir „ásættanlegri“ lausn og úrbótum. Þeim mun sárara var að hlusta á það í fréttum RÚV á föstudag að leysa ætti málið með því að þæfast sömu fjallvegina og fyrr og fara leið sem hafnað hefur verið æ ofan í æ af okkur sem eigum að aka þessa vegi og forsvarsmönnum sveitarfélaganna. Þetta er köld vatnsgusa framan í okkur og mun herða hnútana í deilum um þessi mál frekar en leysa þá. Ég á lögheimili í Reykjavík en annað heimili á Bíldudal og ek þessa vegi oftar en margir sem búa vestra og þekki þá afar vel. Hjallahálsinn hefur oft reynst blindur og erfiður yfirferðar á vetrum. Um Ódrjúgshálsinn vil ég sem minnst ræða“, segir Pétur Bjarnason frá Bíldudal, fyrrum fræðslustjóri og varaþingmaður á Vestfjörðum, í grein hér á vefnum.

 

Sjá grein Péturs í heild undir Sjónarmið > Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin. Þar fylgja líka ljósmyndir sem Pétur tók og málið varða.

 

Sjá einnig:

09.09.2011 Úrskurður varðandi vegamálin: Sama leið áfram (fjöldi athugasemda frá lesendum)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31