Segir dúnsæng verðlagða á fjörutíu milljónir
Jón Sveinsson dúnbóndi og útflytjandi á Miðhúsum í Reykhólasveit vinnur að því með fjárfestum að koma á fót alþjóðlegu uppboði á æðardún í Reykjavík. Hann segir að þó talað sé um að gott verð fáist fyrir æðardún um þessar mundir sé það hjóm eitt miðað við það verð sem fáist fyrir dúninn fullunninn. Jón segir núverandi kerfi ýta undir einokun og spillingu.
Þetta kemur fram í viðtali við Jón í Fréttablaðinu.
„Við sem erum í þessum geira erum verr settir en kaffibændurnir í Afríku sem fá aðeins einn tuttugasta af kaffiverðinu,“ segir Jón. „Menn geta séð það sjálfir að sængur með íslenskum æðardún eru seldar fyrir milljónir á japanska vefnum Rakuten. Ég sá eina um daginn sem var sett á fjörutíu milljónir. Það var ekki innsláttarvilla. Svo er æðardúnn einnig notaður í kuldajakka sem aðeins er á færi milljónamæringa að kaupa.“
► Viðtalið við Jón Sveinsson í heild (visir.is)
Sjá einnig frétt á Stöð 2 (14. maí 2013):
► Dúnverð í methæðum, dúnbændur á Skarði á Skarðsströnd heimsóttir