Tenglar

21. október 2009 |

Segir einfalt að virkja sjávarföll í Gilsfirði

Gilsfjörður. Mynd: Árni Geirsson.
Gilsfjörður. Mynd: Árni Geirsson.
„Virkjun Gilsfjarðar er sáraeinföld tæknilega og getum við þar lært af Írum. Stór hluti raforku þeirra er framleiddur með brennslu sem erfitt er að aðlaga sveiflum í notkun. Í Wicklow-fjöllum er manngerð skál á fjallstoppi. Neðar í fjallinu er tjörn. Þegar lægð er í rafmagnsnotkun er dælt úr tjörninni í skálina og á álagstímum er vatninu hleypt til baka í gegnum virkjun. Sjávarfallastraumurinn yrði nýttur til dælingar eingöngu.“

 

Þetta segir Guðjón D. Gunnarsson (Dalli) á Reykhólum í pistilkorni sem hann skrifar hér á vefinn undir fyrirsögninni Virkjun Gilsfjarðar undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin.

 

Guðjón segir einfalt að gera skál á Hyrnumelnum eða Neshyrnunni, dæla í hana í 2 klukkustundir á hverju falli og virkja „bakflæðið".

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31