21. október 2009 |
Segir einfalt að virkja sjávarföll í Gilsfirði
„Virkjun Gilsfjarðar er sáraeinföld tæknilega og getum við þar lært af Írum. Stór hluti raforku þeirra er framleiddur með brennslu sem erfitt er að aðlaga sveiflum í notkun. Í Wicklow-fjöllum er manngerð skál á fjallstoppi. Neðar í fjallinu er tjörn. Þegar lægð er í rafmagnsnotkun er dælt úr tjörninni í skálina og á álagstímum er vatninu hleypt til baka í gegnum virkjun. Sjávarfallastraumurinn yrði nýttur til dælingar eingöngu.“
Þetta segir Guðjón D. Gunnarsson (Dalli) á Reykhólum í pistilkorni sem hann skrifar hér á vefinn undir fyrirsögninni Virkjun Gilsfjarðar undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin.
Guðjón segir einfalt að gera skál á Hyrnumelnum eða Neshyrnunni, dæla í hana í 2 klukkustundir á hverju falli og virkja „bakflæðið".