Tenglar

29. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is

Segist alveg geta látið heyra í sér

Jóhanna María Sigmundsdóttir.
Jóhanna María Sigmundsdóttir.

Á kosninganótt setti Jóhanna María Sigmundsdóttir met, en hún er yngst allra sem hafa náð kjöri til setu á Alþingi Íslendinga. En Jóhanna María er ekki aðeins yngsti þingmaður sem hefur náð kjöri í sögu lýðveldisins heldur er hún einnig sauðfjárbóndi á Látrum í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi og auk þess starfandi formaður Félags ungra bænda og varaformaður Félags ungra framsóknarmanna. Fyrir kosningar þegar kannanir sýndu að hún gæti jafnvel komist inn á þing tók hún því með miklu jafnaðargeði og jafnvel þegar hún lagðist til svefns á kosninganótt var hún ekki viss um að vakna sem þingmaður. Jóhanna María er full þakklætis og horfir brött fram á við.

 

„Þeir vita það samflokksmenn mínir, sérstaklega af þeim ferðalögum sem við höfum verið á saman í aðdraganda kosninganna, að ég get alveg látið heyra í mér,“ segir Jóhanna María, en á facebooksíðu sagði hún að nú hæfist vinnan loks fyrir alvöru. „Ég hefði ekki boðið mig fram í þetta verkefni nema ég treysti mér til að vinna heils hugar að þeim málefnum sem að við höfum sett á oddinn í þessari kosningabaráttu.“

 

Metið sem Jóhanna María sló átti áður Gunnar Thoroddsen fyrrum forsætisráðherra, en hann var 23 ára og 177 daga er hann var kosinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1934. Birkir Jón Jónsson var 23 ára og 290 daga þegar hann var kjörinn á þing árið 2003 fyrir Framsóknarflokkinn og Ragnar Arnalds var 24 ára og 336 daga er hann var kjörinn á þing árið 1963 fyrir Alþýðubandalagið. Jóhanna María verður 22 ára þann 28. júní eða eftir tvo mánuði.

 

► Hér er nánar rætt við Jóhönnu Maríu á fréttavefnum bb.is á Ísafirði.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30