Tenglar

11. janúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Segja stjórnvöld hlunnfara eldri borgara

Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara (LEB) lýsir undrun sinni á að frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar skuli ekki hafa verið lagt fram. Nefnd hefur verið að störfum til að endurskoða almannatryggingar og komist að niðurstöðu um breytingar sem hafa verið kynntar víða. Til stóð að leggja frumvarpið fram á Alþingi þessu til staðfestingar á haustönn 2012, en það hefur enn ekki orðið. Því miður eru margir eldri borgarar sem eiga erfitt með að skilja almannatryggingakerfið enda stagbætt og mjög flókið.

 

Þannig hefst ályktun kjaramálanefndar LEB 10. janúar 2013, sem vefnum hefur verið send með ósk um birtingu. Síðan segir:

 

Hin nýja leið, sem stefnt er að, einfaldar alla þætti til að fólk geti með vissu fundið út hvar það er statt í kerfinu. Þessi seinkun veldur eldri borgurum miklum vonbrigðum vegna þess að mikilvægi þess að einfalda kerfi almannatrygginga var í sjónmáli og samþykkt tillagnanna myndi bæta verulega stöðu eldri borgara.

 

Í ljósi þessa sætir það undrun að það skuli vera valin sú prósenta hækkunar á bótaflokkum almannatrygginga um þessi áramót sem ekki fylgir einu sinni verðlagshækkunum eins og lög gera ráð fyrir. En auk þess vantar enn meiri hækkun til þess að staðið sé við ákvæði kjarasamninga miðað við 1. febrúar 2013.

 

Eldri borgarar lýsa líka mikilli óánægju með miklar verðlagshækkanir nú um áramót, svo sem á þjónustugjöldum til lækna, lyfjakostnaði og fjölda annarra hækkana sem fólk þarf að mæta án nokkurra leiðréttinga.

 

Við skorum á stjórnvöld að bretta upp ermar og sjá til þess að þessi hópur í samfélaginu verði ekki skilinn eftir við lagfæringar á kjörum.

 

Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður

Björgvin Guðmundsson

Grétar Þorsteinsson

Guðrún Blöndal

Jón Kr. Óskarsson

 

Formaður Landssambands eldri borgara er Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Mýrartungu II í Reykhólasveit.

 

Landssamband eldri borgara

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31