Tenglar

11. maí 2015 |

Selja varning til styrktar félagsstarfinu

Krakkarnir í Reykhólaskóla fara á næstu dögum í söluferð um héraðið og banka upp á hjá fólki. Í boði eru nokkrar vörutegundir sem hefðbundnar eru þegar ungmenni afla fjár til félagsstarfs af ýmsu tagi (eins og til dæmis klósettpappírinn sívinsæli og fleira sem talið er upp hér fyrir neðan). Allt sem inn kemur fer á reikning Nemendafélags Reykhólaskóla, en af ýmsu er að taka varðandi ráðstöfun fjárins því að ýmislegt er á döfinni.

 

Að venju er þó fyrst og fremst verið að safna fyrir skólaferðalögum, en líka er stefnan sú, að Félagsmiðstöðin Skrefið fái einhvern nýjan búnað á hverju ári. Þannig var á þessu ári keyptur iPod og hátalari en næst er ætlunin að kaupa diskókúlu og einhver diskóljós.

 

Posi verður hafður með í för og jafnframt er auðvitað hægt að borga með reiðufé. Fólk sem kannski verður ekki heima, eða vill af einhverjum ástæðum kaupa eitthvað af neðantöldu með öðrum hætti, getur haft samband við Jóhönnu Ösp tómstundafulltrúa, svo sem í tölvupósti eða með skilaboðum á Facebook. Fyrir þá sem vilja millifæra eru þetta reikningsupplýsingarnar:

 

Nemendafélag Reykhólaskóla

Kt. 600214-0630

0153-26-010152

 

Athygli er vakin á þessari sölumennsku með miklum velvilja Reynis og Ásu í Hólabúð á Reykhólum, enda er þeim útvegur af þessu tagi næsta vel kunnugur persónulega!

 

Söluvarningurinn er þessi:

  • Eldhúsrúllur, natur, 21 rúlla, kr. 3000
  • Tveggja laga WC-pappír, natur, 48 rúllur, kr. 3.000
  • Þriggja laga WC-pappír, lúxus, 36 rúllur, kr. 4.000
  • De luxe WC-pappír, ennþá betri, 42 rúllur, kr. 5.500
  • Ruslapokar, rúlla, kr. 2.000
  • Heimilispokapakkning (tvær stærðir af plastpokum) kr. 1.000
  • Sælgæti, 750 g, kr. 1.000

Vonandi verður hvarvetna tekið vel á móti krökkunum!

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31