Tenglar

9. nóvember 2016 | Umsjón

Seljanes: 700 þúsund til Umhyggju

Fjórir af Seljanesbræðrunum fimm og tveir menn að auki. Nánar í meginmáli.
Fjórir af Seljanesbræðrunum fimm og tveir menn að auki. Nánar í meginmáli.

Um helgina komu bræðurnir frá Seljanesi í Reykhólasveit færandi hendi í höfuðstöðvar Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, en þeir ákváðu að nota ágóða uppboðs sem haldið var á Reykhóladögum í lok júlí til að styrkja félagið.

 

„Þetta byrjaði nú allt í hálfgerðu gríni, upphaflega átti að halda bingó en enginn okkar bræðra hefur nokkra þolinmæði í slíkt. Því varð úr að við héldum uppboð hér á safninu á Seljanesi, ætli hingað hafi ekki komið um fjögur til fimm hundruð manns,“ segir Stefán Hafþór Magnússon, einn fimm bræðra frá Seljanesi, í spalli á vef Umhyggju.

 

„Við fengum Þóri Ingvarsson til liðs við okkur, en hann sá um að redda vinningunum og voru þeir af veglegri sortinni. Við buðum enn fremur upp á ýmsar forvitnilegar veitingar, sem hleyptu enn frekara lífi í mannskapinn,“ segir Stefán og hlær.

 

„Um er að ræða 700.000 krónur, sem munu án efa koma Umhyggju afar vel. Við þökkum bræðrunum þennan höfðinglega styrk og sendum okkar bestu kveðjur í Reykhólasveitina,“ segir á vef Umhyggju.

 

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Þórir Ingvarsson, Bjarki Þór Magnússon, Jóhann Vívill Magnússon, Stefán Hafþór Magnússon, Ágúst Ragnar Magnússon og Guðmundur Björgvin Gylfason, formaður Umhyggju. Á myndina vantar einn af Seljanesbræðrunum fimm, Jón Inga Magnússon. Myndin er fengin af vef Umhyggju.

 

Ótrúlegur fjöldi mætti á uppboðið á Seljanesi (m.a. 30 skemmtilegar myndir frá þessum einstaka viðburði).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30