Tenglar

21. maí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Sendiherrar SÞ í heimsókn í Vesturbyggð

Sendiherrar fatlaðra á Íslandi.
Sendiherrar fatlaðra á Íslandi.
1 af 5

Á vegum sáttmála Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks eru nokkrir sendiherrar málefnisins á ferð um landið. Verkefni þeirra er að kynna samning SÞ um réttindi fatlaðra og freista þess að breyta viðhorfum til fatlaðs fólks til hins betra. Hópurinn verður með kynningarfund í Félagsheimilinu á Patreksfirði kl. 20 annað kvöld, miðvikudagskvöld. Ekki eru tök á því að þessu sinni að koma við á Reykhólum en vonir standa til þess að af því geti orðið frekar fyrr en síðar.

 

Með í för er Jón Þorsteinn Sigurðsson, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Vesturlandi og Vestfjörðum. Allt áhugafólk, hvort sem það eru notendur þjónustu eða starfsmenn sveitarfélaga, aðstandendur eða aðrir, er hvatt til að koma á þessa fundi, hvar sem þeir eru haldnir, og spjalla saman. Sendiherrarnir heimsækja líka grunnskóla.

 

Í byrjun var um að ræða samstarfsverkefni milli Landsamtak­anna Þroskahjálpar og Fjölmenntar. Verkefnið var í upphafi jafningja­fræðsla sem miðaði að því að fræða fólk með þroskahömlun um ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

 

Í kynningu segir, að í ljós hafi komið að skýr, einföld og áhrifarík framsetning á kjarna samningsins hafi höfðað til mun breiðari hóps en upphaflega var ætlað. Núna er verkefnið í samstarfi við velferðarráðuneytið, sem leggur áherslu á að kynna samninginn fyrir fólki sem skipuleggur og veitir þjónustu við fatlað fólk á öllum stigum.

 

Vinsamlegast deilið!

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30