Tenglar

6. júní 2016 |

Sér fyrir endann á „sögunni endalausu“?

Steypubíll puðar upp Ódrjúgsháls. Skjáskot / Stöð 2.
Steypubíll puðar upp Ódrjúgsháls. Skjáskot / Stöð 2.

Vegamálastjóri vonast til að endurskoðun umhverfismats vegna vegarlagningar um Teigsskóg við Þorskafjörð í Reykhólahreppi ljúki núna í sumar og verkið verði boðið út fyrir áramót. „Það er nýbúið að senda fyrstu drög að nýrri skýrslu til Skipulagsstofnunar til skoðunar. Við erum að vonast til þess að það verði í sumar sem því formlega ferli lýkur, vonandi með jákvæðri niðurstöðu. Ef allt gengur eftir, sem við höfum verið að vonast eftir, þá væri hægt að fara af stað með það verkefni í framkvæmdum strax næsta vor,“ sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.

 

Þetta kom fram í frétt og fréttaskýringu Kristjáns Más Unnarssonar á Stöð 2 fyrir tæpum tveimur vikum. Þar rifjar hann upp forsöguna í máli og myndum og ræðir við vegamálastjóra.

 

Veglínunni um Teigsskóg hefur verið breytt frá því sem áður var. „Þannig að það er mun minna rask á skóginum, eða kjarrinu, núna heldur en í eldri línum. Að öðru leyti verður bara fylgt þeim línum yfir firðina sem áður var búið að hanna og undirbúa,“ segir vegamálastjóri.

 

En í ljósi tíu ára deilna um Teigsskóg, er líklegt að tillagan nái núna í gegn?

 

„Ég hef trú á því, já. Það þarf náttúrlega fyrst þetta umhverfismatsferli og síðan þarf framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar, sem ég held að verði nú ekki torsótt. Síðan þarf náttúrlega líka að ræða við landeigendur og fara í gegnum það ferli allt saman. En ég hef nú trú á því að þetta gangi upp, eins og við höfum verið að vonast til undanfarin misseri, og við getum farið að byrja þarna framkvæmdir á næsta ári.“

 

Nánar hér (þar sem jafnframt má sjá og heyra fréttina og viðtalið í heild)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31