Tenglar

25. mars 2009 |

Séra Bragi Benediktsson látinn

Sr. Bragi Benediktsson.
Sr. Bragi Benediktsson.

Séra Bragi Benediktsson, fyrrverandi sóknarprestur og prófastur á Reykhólum, lést í gær á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, 72 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Bergljótu Sveinsdóttur, húsfreyju og innheimtufulltrúa, og sex uppkomin börn þeirra. Bragi fæddist á Hvanná á Jökuldal 11. ágúst 1936, sonur Benedikts Jónssonar bónda og Guðmundu Lilju Magnúsdóttur húsfreyju og síðar verkakonu.

 

Bragi lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1965 og vígðist það ár sem aðstoðarprestur í Eskifjarðarprestakalli. Hann var prestur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði 1966-71, starfaði sem félagsmálastjóri Hafnarfjarðarbæjar og var sóknarprestur í Reykhólaprestakalli frá 1986 til 2005 þegar hann lét af störfum. Hann var prófastur í Barðastrandarprófastsdæmi í þrjú ár.

 

Bragi lauk kennaraprófi frá Háskóla Íslands og stundaði síðar framhaldsnám í æskulýðs- og félagsvísindum við háskóla í Bandaríkjunum. Hann var í mörg ár stundakennari í Reykjavík og Hafnarfirði og síðar á Reykhólum.

 

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31