16. september 2017 | Sveinn Ragnarsson
Sérfræðingar á vegum Byggðastofnunar á Reykhólum
Tveir fulltrúar Byggðastofnunar verða til viðtals á Reykhólum, þeir Pétur Friðjónsson og Pétur Grétarsson.
Ef stofnunin getur eitthvað létt undir, rennt stoðum undir nýjar hugmyndir, eflt frumkvæði, lengt í lánum eða aðstoðað á annan hátt þá er gott tækifæri núna.
Þeir verða á Hreppsskrifstofunni við Maríutröð á Reykhólum, 28. sept. milli kl. 9 og 10:30
Soffía frænka, rijudagur 19 september kl: 10:37
Núna er ég búin að hringja í alla þá sem líklegir eru til að geta notfært sér þjónustu Byggðastofnunar. En allir ættu að vita að Byggðastofnun og Nýsköpunarmiðstöð eru farin að bjóða nýsköpunarstyrki upp á allt að 5 milljónir króna.. - Góð hugmynd, gulli betri með vandaðri útfærslu. - Ykkar Soffia