Tenglar

19. febrúar 2016 |

Sérfræðingur í lífríki Breiðafjarðar kemur í heimsókn

Þörungaverksmiðjan / ÁG maí 2013.
Þörungaverksmiðjan / ÁG maí 2013.

Dr. Karl Gunnarsson, sérfræðingur í þangi og þara hjá Hafró, flytur tvo fyrirlestra á Reykhólum laugardaginn 12. mars. Annars vegar fjallar hann um líffræði sjávargróðurs og nytjar á Íslandi í gegnum aldirnar. Hins vegar mun hann fjalla um þær rannsóknir á þangi og þara sem eru í undirbúningi í Breiðafirði á næstu árum og tengjast auknum áhuga á nýtingu sjávargróðursins. Þær rannsóknir eiga að hefjast í vor.

 

Fyrirlestrarnir verða í borðsal Reykhólaskóla og öllum opnir.

 

Karl hefur um langt árabil stundað rannsóknir í Breiðafirði og gjörþekkir fjörðinn, lífríkið og aðstæður allar. Á árum áður kom hann oft í Þörungaverksmiðjuna og hefur staðið til að góð kynni yrðu endurnýjuð með heimsókn og fyrirlestri fyrir starfsmenn. Núna hefur hugmyndin undið upp á sig og ákveðið er að fyrirlestrarnir verði tveir og opnir öllum; allir eru velkomnir, ungir og aldnir, karlar og konur, nær og fjær.

 

Þörungaverksmiðjan býður gestum í kjötsúpu um kl. 12 og um kl. 13 hefst fyrri fyrirlesturinn. Kl. 15 verður svo boðið í kaffi og kleinur og eftir það kynnir Karl fyrirhugaðar rannsóknir.

 

Þörungavinnsla: Lítið svigrúm fyrir fleiri (reykholar.is)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31