Tenglar

23. nóvember 2020 | Sveinn Ragnarsson

Sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir

Í fjáraukalögum fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020, nr. 36/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins, var samþykkt 600 m.kr. framlag til sveitarfélaga í því skyni að gera þeim kleift að veita styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir.

 

Börn fædd á árunum 2005 til 2014 sem eiga lögheimili á heimili þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars til júlí 2020 eiga rétt á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir.

 

Umsóknir skulu berast fyrir 1.mars 2021 á þar til gerðu eyðublaði sem nálgast má á skrifstofu Reykhólarhepps. Umsóknum skal skila á skrifstofuna og þeim skulu fylgja gögn um kostnað umsækjanda við íþrótta- og tómstundastarf barnsins á árinu 2020-2021.

 

Hér er slóð á kynningarmyndbönd: https://www.dropbox.com/sh/ca1jtdgf863jq44/AACAmTWK8TYaWr51YiuxbieDa?dl=0


Einnig er hér slóð á vefsíðu Fjölmenningarseturs þar sem hægt er að finna nánari upplýsingar um styrkina á fleiri tungumálum: https://www.mcc.is/grants-for-sports-and-leisure-activities/

 

Reglur Reykhólahrepps um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki 2020 – 2021, má sjá hér.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31