Tenglar

31. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Sex manns eiga að annast það sem fjörutíu hafa gert

Bréf sem búfjáreftirlitsmenn fengu frá yfirdýralækni nú fyrir skömmu hefur fallið í misfrjóan jarðveg, að því er virðist. Þar kemur fram að sex nýir starfsmenn muni framvegis sinna því sem um fjörutíu eftirlitsmenn um land allt hafa annast. „Meti nú hver fyrir sig hvort verið er að auka eftirlit með meðferð búfjár,“ segir einn hinna fráfarandi búfjáreftirlitsmanna.

 

Bréf yfirdýralæknis er svohljóðandi:

 

Kæru búfjáreftirlitsmenn,

 

Með nýjum lögum um áramótin, lög nr. 55/2013 um velferð dýra og lög nr. 38/2013 um búfjárhald breyttist opinbert eftirlit í frumframleiðslu matvæla umtalsvert, nú er allt eftirlit á höndum Matvælastofnunar. Færra fólk mun framkvæma eftirlit á sveitabæjum en hingað til. Sex nýir starfsmenn munu sinna eftirliti sem áður var unnið af ykkur búfjáreftirlitsmönnum. Vil ég þakka ykkur öllum fyrir framlag ykkar við eftirlit með dýrum, sem mörg ykkar hafið starfað við í fjölda ára eða áratugi. Þið búið bæði yfir þekkingu og reynslu sem ekki er hægt að meta til fjár og ómetanlegt væri fyrir okkur að geta leitað til.

 

Í kostnaðaráætlunum með frumvörpunum (um velferð dýra og búfjárhald) var reiknað með að halda áfram með „vorskoðanir“ í eitt til tvö ár og ætlunin hafði verið að sækja í ykkar brunn með þá vinnu, þ.e. að leita til ykkar um að skoða, í tímabundinni ráðningu eða verktöku. Alþingi ákvað hins vegar að skera niður fjárframlag til málaflokksins þannig að þessi áform geta ekki gengið eftir, því miður, og þurfum við því að skipuleggja vinnuna á annan hátt. Ekki verður farið í eftirlit á hvern bæ eins og tíðkast hefur og mun Matvælastofnun reyna beina eftirlitinu þangað sem mest er þörfin, með tilliti til velferðar dýra og matvælaöryggis, þ.e. áhættumiðað eftirlit. Á árinu mun stofnunin vinna að áhættuflokkun í alifugla-, svína-, nautgripa-, sauðfjár-, hrossa- og loðdýrahaldi og byggja eftirlitið frá árinu 2015 á þeirri flokkun.

 

Á þessu ári verður að beita annarri nálgun til að ákveða hvar mesta þörfin er á eftirliti. Tekið verður mið af þekktri sögu búskapar á viðkomandi bæ, svo sem niðurstöðum skoðunar búfjáreftirlitsmanna, niðurstöðum úr heilbrigðisskoðunum í sláturhúsum, fyrri afskiptum stofnunarinnar o.s.frv. Auk þess vill stofnunin gjarnan afla upplýsinga hjá ykkur í persónulegu samtali.

 

Á næstu dögum/vikum megið þið eiga von á símtali frá skrifstofu héraðsdýralæknis og bið ég ykkur um að taka vel í málaleitan viðkomandi. Þeir vilja gjarnan fá almennar upplýsingar um bæi eða staði sem þið álítið að setja ætti í forgang við eftirlit, en auðvitað væri gott ef þið tækjuð upp tólið og hringduð á skrifstofu viðkomandi héraðsdýralæknis þegar vel stendur á hjá ykkur, sjá uppl. neðar í póstinum.

 

Auk þekktrar sögu tiltekinna bæja mun stofnunin framkvæma eftirlit 2014 á grundvelli slembiúrtaks. Allir geta því átt von á eftirliti. Allir sem fá eftirlit þurfa að greiða fyrir framkvæmd þess. Því kann það að hljóma óréttlátt að bændur sem lenda í slembiúrtaki 2014 þurfi að greiða en ekki hinir sem „sleppa“ við eftirlit á árinu. Því er til að svara að það mun jafnast út næstu árin, ef búskapurinn reynist standast lög og reglur, þá fær viðkomandi ekki eftirlit fyrr en að einhverjum árum liðnum. Þeir sem eru með „fyrirmyndar búskap“ munu fá helmingi minna eftirlit en meðalbú er talið þurfa skv. áhættuflokkun en „búskussarnir“ fá helmingi meira eftirlit.

 

Með kærri kveðju og von um góðar undirtektir.

 

Athugasemdir

Kári Lárusson, laugardagur 01 febrar kl: 02:50

Hálfvitavæðing eftirlitsiðnaðarins hefur náð nýjum hæðum.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30