Tenglar

13. apríl 2020 | Sveinn Ragnarsson

SfS fær öflugan snjótroðara

Nýi troðarinn við skála SfS í Selárdal. mynd af fb.síðu SfS
Nýi troðarinn við skála SfS í Selárdal. mynd af fb.síðu SfS
1 af 2

Það er gaman að segja frá að nágrannar okkar á Ströndum fengu „nýjan“ snjótroðara í dag. Skíðafólk hér í sveit nýtur góðs af því, en þau hafa æft og keppt með SfS.

 

Eftifarandi frétt er nappað af fb.  síðu SfS:

 

„Það var stór dagur í dag hjá okkur í Skíðafélagi Strandamanna þegar snjótroðari sem við höfum fest kaup á var fluttur til okkar í Selárdal. Snjótroðarinn er af gerðinni Formatic árgerð 2007, notaður 6.000 vinnustundir og er 350 hestöfl. Vinnslubreiddin er vel á fimmta meter sem er rúmlega helmingi meira en hjá Fúsa, eldri snjóbíl félagsins. Engir sporar fylgdu með troðaranum en ætlunin er að útbúa troðarann með tveimur sporum fyrir næsta vetur.

 

Við hjá Skíðafélagi Strandamanna viljum senda innilegar þakkir til þeirra einstaklinga og fyrirtækja sem hafa hjálpað okkur að gera kaupin á snjótroðaranum að veruleika með fjárframlögum.“

  

 

Skíðafélaginu eru færðar hamingjuóskir með gripinn.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31